2.5.2009 | 12:27
Misskilinn listamaður
Kannski hefði verið hægt að komast hjá öllum þeim voðaverkum sem hann framdi ef fólkið í kring um hann hefði sýnt meiri skilning? Þá hefði hann getað orðið frægur fyrir annað en útrýmingabúðir..
Vildi bara velta þessu fyrir mér...
Málverk eftir Hitler seljast dýrt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.1.2009 | 01:22
Óþarfa upplýsingar um mig
Ég var klukkuð af Gunnari svíafara fyrir lifandis löngu..
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
- Leikjanámskeiðsleiðbeinandi
- Búðakassa-og lagersdama í hverfisbúð
- Safnvörður
- Sjúkraliði
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á
- Lord of the rings.
- The Rocky Horror Picture Show
- Cry baby
- Hair
Fjórir staðir sem ég hef búið á
- Skerjafirði
- Hafnarfirði
- Huskvarna, Svíþjóð
- Flóahreppur
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar
- Friends
- House
- Desperate Housewifes
- Swingtown
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
- Vigur
- Tékkland
- Danmörk
- Ísland
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg
Fernt sem ég held uppá matarkyns
- Lundi og rjúpa
- Grænmetisbuffin hans Róberts
- Íslenskt lambalæri og íslenskur fiskur
- Léttreyktur lambahryggur
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft
- Serían um Ísfólkið (já, ég veit, en ég verð að játa þetta upp á mig..)
- Diskworld bækurnar eftir Terry Pratchett
- Nyja Barnaboken eftir Önnu Wahlgren
- Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson
Fjórir bloggarar sem ég klukka
- Brynjar Jóhannsson
- Gísli Gíslason
- Birna Dis Vilbertsdóttir
- Steingrímur Helgason
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2008 | 19:31
Lisa Ekdahl og Tindersticks
Lisa Ekdahl er hreint út sagt frábær tónlistarkona. Vinkona mín kynnti mig fyrir tónlistinni hennar fyrir sjálfsagt 11 árum og ég kolféll. Sum lögin og textarnir voru eins og talaðir úr mínu hjarta. Svo "gleymdi" ég henni í nokkur ár, en fór að hlusta á hana fyrir svona þremur árum aftur. Langaði bara að deila henni með ykkur, kæru bloggvinir, ef ég get sett inn video án of mikils vesens...
Vem vet...
Med kroppen mot jorden..
Du ger mig skäl att vara motvalls (e-r hefur gert teknimyndaklippimyndmyndband við þetta, en lagið stendur fyrir sínu!!)
Öppna upp ditt fönster
Lisa Ekdahl & Bo Kaspers Orkester - Svårt att säga nej
Eitt uppáhaldslagið mitt vantar reyndar á youtube, Små onda jävlar, en þessi eru líka frábær og líka uppáhalds...
Tindersticks er svo hljómsveit sem ég hef líka gleymt að hlusta á síðustu ár. Hér er eitt tóndæmi frá þeim: Dying Slowly...
Reyndar finnst mér þetta betra; Travelling light..
Þeir verða annars með tónleika hérna á Fróni núna í september, þann 11ta minnir mig. Kannski maður skelli sér bara!
Hafið gott kvöld í kvöld og önnur kvöld...
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2008 | 02:41
Afmæli og aftur afmæli
Jæja, afmælisveislur bara upp á hverja helgi hér á bæ, eða svona næstum því.. Sá yngsti nýorðinn EINS ÁRS ( jahérna hvað tíminn er fljótur að líða...) og sá næsti þriggja í dag, sá elsti 13 eftir viku (úff, púff, ferming á næsta ári, jiminn..) og svo ég sjálf að verða, ja, eldri, viku eftir það. En þá er líka afmæliskvóti fjölskyldunnar búinn þetta árið, kokkurinn og drengur nr. tvö búnir aðeins fyrr á árinu.
Þetta blogg var nú ekkert sérstaklega skemmtilegt eða neitt, er andlaus og þreytt en nennti ekki að hafa helv... bílveltubloggið endalaust...
Annars er ég bara að bilast á handarveseninu á mér og langar helst að skrúfa hana af bara... Vona þó að úlnliðsfestuaðgerðin beri tilætlaðan árangur; að halda mér í lið og vonandi að ég geti snúið hendinni eins og annað fólk.
Over and out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.5.2008 | 01:37
Allt í klessu...
Ég veit svosem ekki hvort það er viðeigandi að setja slysasögur inn á bloggið en úr því allt fór vel...
Ég lenti semsagt í þeirri miður skemmtilegu reynslu að velta nýja jeppanum okkar (reyndar '97 módel en nýr í okkar fjölskyldu þó!) með fimm börnum innanborðs og slapp með skitið handleggsbrot! Reyndar var ég illa brotin og vöðvarnir illa marðir og tíminn á bara eftir að leiða það í ljós hvort ég næ upp fullri fyrri getu, en ég segi "skitið handleggsbrot" einfaldlega vegna þess að drengirnir allir, mínir fjórir og lánsdrengurinn, sluppu heilir.
Þegar ég kom heim af spítalanum í gær eftir rúmlega vikudvöl þar, gat ég ekki hætt að horfa á börnin mín. Ég var skotin í þeim fyrir og er sko blússandi ástfangin af þeim núna!
Ég vil hér með koma mínum innilegustu og dýpstu þakkarkveðjum til verndarenglanna okkar; þið unnuð sannarlega ykkar verk með prýði. Takk, takk, takk!
Sömuleiðis vil ég þakka sjúkraflutningamönnunum á Hsu og lögreglunni á Selfossi og læknum, hjúkkum, sjúkraliðum, býtibúrsstelpum og ræstitæknum á Borgarspítalanum fyrir vel unnin störf.
Munið öll að spenna beltin og keyra varlega, því slysin gera sko ekki boð á undan sér!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2008 | 01:22
Jahérna hér...
Ég verð að játa að ég er forfallinn "Quiz" fíkill. Ef ég sé sniðug quiz einhvers staðar tek ég þau pottþétt... Og það er einmitt það sem ég gerði núna rétt áðan. Afsakið að ég sé að troða þessu upp á ykkur kæru bloggvinir, og það meira að segja tvisvar í röð...
Your results:
You are Spider-Man
| You are intelligent, witty, a bit geeky and have great power and responsibility. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2008 | 15:15
Strump er þetta..lalah-la lah lah la.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.4.2008 | 15:29
Símar á tilboðsverði!!
Kæru vinir, ég er að endurnýja símana mína þannig að ég ætla að selja þá
gömlu.
1) Næstum því nýr Nokia með myndavél (4.1 mega pixels!)
2) Eldra módel Nokia með myndavél og titrara
Kíkið á gripina og látið mig vita hvort þið hafið áhuga.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.4.2008 | 18:36
Nostalgía...
Einu sinni endur fyrir löngu, þegar ég var u.þ.b. 15 ára, fékk ég kort frá vinkonu minni. Það blasti við mér í bréfakörfunni í anddyri sameignarinnar og ég þekkti strax skriftina hjá sálufélaga mínum og fóstsystur sem var stödd hinumegin við Atlantshafið í hinni stóru Ameríku og var búin að vera í burtu frá mér í hálft ár! Ég var eins og vængbrotinn fugl án hennar, því við vorum ALLTAF saman og höfðum verið það frá fyrstu kynnum, þá sjö ára. Ég las því kortið strax og með áfergju:
En það var sama hvað ég las það oft, ég náði ekki brandaranum!. Hvers vegna var þetta kort svona óskaplega fyndið? Meira að segja svo fyndið að hún bara "hló og hló" og minntist á neftitringinn fræga?
"Það eina sem ég man vel...." Nei, þetta var nú ekkert fyndið, meira bara söknuður...
"HLÁTUR-(nose vibration)" Jú, neftitringurinn á mér þegar ég hló mínum hljóðlausa hlátri var nú svolítið fyndinn, en ekki SVONA fyndinn...
Mér var bara alveg ómögulegt að skilja þetta! Ég sá ekkert beint FYNDIÐ við þetta kort... Svo snéri ég því við (loksins!!) og hélt ég myndi pissa í mig af hlátri!
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.3.2008 | 22:57
Dekur, dekur, dekur...mmmh...
Ég fór í andlitsbað í dag. Kannski finnst ykkur það ekki merkilegt, en mér finnst það! Á mínum þrjátíu árum hef ég ALDREI farið og látið dekra við mig neins staðar, aldrei látið lita og plokka augabrúnir/-hár, aldrei látið þvo mér um hárið og fá hársvörðsnudd í klippingu, aldrei farið í nudd, aldrei, aldrei, aldrei... En svo fékk ég semsagt gjafakort í þetta dekur þegar ég varð þrítug og það dagaði nánast uppi í veskinu mínu, rann eiginlega út í janúar, en þær voru ekkert að æsa sig yfir því þegar ég loksins dru**aðist til að hringja og panta tíma.
Þetta var æði! Þ.e. um leið og ég loksins náði að slaka á þarna á bekknum... Til að byrja með lá ég beinstíf og beið þess að stúlkan myndi lita augabrúnirnar kolsvartar og plokka þær svo niður í örmjó strik.. Þetta var minn stærsti kvíði svo ég bað hana ofurpent að hafa þær ekki of dökkar. "Ekkert mál" sagði hún svo undurblítt og rólega að mér hálfbrá, veit ekki hverju ég bjóst við, að hún væri e-r súpergella sem meikar ekki að láta svona "kellingar" (afsakið, ég er nýlega komin með aldurskomplexa, en það hlýtur að líða hjá...) skipa sér fyrir eða e-ð?? Nei, hún var svo róleg og þægileg í framkomu að mér fór fljótlega að líða aðeins betur.
Svo var það kvíðahnútur nr. tvö: ég var alveg viss um að þetta efni sem maður notar til að lita augnhárin færi inn í augun á mér. Ég hef alltaf gert þetta bara sjálf, aldrei treyst mínum bestu vinkonum einu sinni til að lita þau... En auðvitað fór þetta ekki svo illa. Stúlkan hefur nú gert þetta nokkrum sinnum og kann greinilega til verka því ég fann varla fyrir þessu..
Þriðji kvíðahnúturinn var eiginlega ekki neinn kvíðahnútur beinlínis, meira svona feimni við það að liggja eins og klessa og láta e-ja ókunna manneskju dekra við mann.. Það situr svo í manni að maður eigi að hjálpa til. Svona "Á ég ekki að velgja handklæðin, þá getur þú blandað þetta andlitskrem á meðan!"-dæmi. Þess vegna ætti ég erfitt með að ráða til mín manneskju að þrífa hjá mér, ég þyrfti þá að vera búin að taka til daginn áður svo það væri nú ekki allt í skít og drasli þegar hún kæmi!
Aftur að dekrinu. Þegar hún var búin að lita og plokka og strjúka e-um kremum í andlitið á mér fór hún út stundarkorn til að leyfa mér að "bara liggja og slaka á". Vá, hvað það var undarlegt! En jú, þarna lá ég hreyfingalaus eins og spýta með allskonar heilabrot og hugsanir á fullu í höfðinu á mér, svona úr því líkaminn aðhafðist ekkert þurfti heilinn greinilega að bæta upp fyrir það.. Svo kom hún inn aftur og nuddaði andlitið með e-um bursta (Exfoliating býst ég við?!) og það var ósköp notalegt. Þegar hér var komið sögu var ég loksins aðeins farin að slaka á. Punkturinn yfir i-ið var svo nuddið! Mmm, að liggja slakur og láta nudda herðar og uppúr er held ég toppurinn á tilverunni! Þarna sló heilinn loksins út og varð jafn mjúkur og smjör í sólskini... Eftir allt nuddið leyfði hún mér aftur að "bara liggja og slaka á". Og í þetta skiptið gerði ég það virkilega, munaði minnstu að ég sofnaði! Svei mér þá, ég held reyndar að ég hafi dottað smástund...
Þegar þessu var öllu lokið var ég svo með krem í toppinum og hárið allt í flækju eftir hársvörðsnuddið en mér stóð slétt á sama um það, muna bara næst að taka með sér bursta! Afslöppuð var ég a.m.k! Slök og fín allt þar til ég sótti mín yndislegu afkvæmi sem voru í pössun hjá ömmu og afa... Fimm mínútum eftir endurfundi okkar fór einn í fýlu, einn að grenja, einn reyndar kyssti mig og knúsaði, (auðvitað rétt á meðan ég var að díla við hina tvo svo ég náði varla að njóta þess..) Sá yngsti var á meðan sofandi úti í bíl því hann hafði verið með mér í bænum og í pössun hjá systur minni og gert henni lífið aðeins flóknara fyrsta klukkutímann eftir að ég "yfirgaf" hann hjá henni. En hann var sæll og glaður þegar ég kom aftur!
Já, ég held ég hafi alveg átt það skilið að fá smá dekur, smá breik frá daglega amstrinu. Mér finnst reyndar að þetta ætti að vera skylda fyrir alla svona einu sinni á ári a.m.k...
Svo eru strákarnir nú ekki alltaf svona "skemmtilegir" eins og ég lýsti þeim hér að ofan. Þeir eru oftast bara góðir. T.d. eru þeir allir yndislegir í þessum skrifuðu orðum, steinsofandi í bólunum sínum!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)