Afmæli og aftur afmæli

Jæja, afmælisveislur bara upp á hverja helgi hér á bæ, eða svona næstum því.. Sá yngsti nýorðinn EINS ÁRS (W00t jahérna hvað tíminn er fljótur að líða...) og sá næsti þriggja í dag, sá elsti 13 eftir viku (úff, púff, ferming á næsta ári, jiminn..) og svo ég sjálf að verða, ja, eldriWink, viku eftir það. En þá er líka afmæliskvóti fjölskyldunnar búinn þetta árið, kokkurinn og drengur nr. tvö búnir aðeins fyrr á árinu.

Þetta blogg var nú ekkert sérstaklega skemmtilegt eða neitt, er andlaus og þreytt en nennti ekki að hafa helv... bílveltubloggið endalaust...

Annars er ég bara að bilast á handarveseninu á mér og langar helst að skrúfa hana af bara... Vona þó að úlnliðsfestuaðgerðin beri tilætlaðan árangur; að halda mér í lið og vonandi að ég geti snúið hendinni eins og annað fólk.

Over and out.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Og ég er ekki búinn að hringja og óska strákunum til hamingju... en þú veist að við bræður erum trassar

Þú mættir alveg skrifa meira um bilveltuna - Eftir að hafa séð myndirnar af bílnum er ég bara ánægður yfir að það fór ekki ver.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.7.2008 kl. 10:37

2 identicon

Kveðja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2008 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband