Færsluflokkur: Bloggar

Misskilinn listamaður

Kannski hefði verið hægt að komast hjá öllum þeim voðaverkum sem hann framdi ef fólkið í kring um hann hefði sýnt meiri skilning? Þá hefði hann getað orðið frægur fyrir annað en útrýmingabúðir..

Vildi bara velta þessu fyrir mér...


mbl.is Málverk eftir Hitler seljast dýrt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþarfa upplýsingar um mig

Ég var klukkuð af Gunnari svíafara fyrir lifandis löngu..

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina

  • Leikjanámskeiðsleiðbeinandi 
  • Búðakassa-og lagersdama í hverfisbúð
  • Safnvörður
  • Sjúkraliði 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á

  • Lord of the rings.
  • The Rocky Horror Picture Show
  • Cry baby
  • Hair

Fjórir staðir sem ég hef búið á

  • Skerjafirði 
  • Hafnarfirði 
  • Huskvarna, Svíþjóð
  • Flóahreppur

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar

  • Friends 
  • House
  • Desperate Housewifes 
  • Swingtown

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

  • Vigur 
  • Tékkland
  • Danmörk 
  • Ísland  

  Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg

Fernt sem ég held uppá matarkyns

  • Lundi og rjúpa
  • Grænmetisbuffin hans Róberts 
  • Íslenskt lambalæri og íslenskur fiskur
  • Léttreyktur lambahryggur 

 

  Fjórar bækur sem ég hef lesið oft

  • Serían um Ísfólkið (já, ég veit, en ég verð að játa þetta upp á mig..) 
  • Diskworld bækurnar eftir Terry Pratchett
  • Nyja Barnaboken eftir Önnu Wahlgren
  • Englar alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson

Fjórir bloggarar sem ég klukka 

  • Brynjar Jóhannsson
  • Gísli Gíslason
  • Birna Dis Vilbertsdóttir
  • Steingrímur Helgason

Afmæli og aftur afmæli

Jæja, afmælisveislur bara upp á hverja helgi hér á bæ, eða svona næstum því.. Sá yngsti nýorðinn EINS ÁRS (W00t jahérna hvað tíminn er fljótur að líða...) og sá næsti þriggja í dag, sá elsti 13 eftir viku (úff, púff, ferming á næsta ári, jiminn..) og svo ég sjálf að verða, ja, eldriWink, viku eftir það. En þá er líka afmæliskvóti fjölskyldunnar búinn þetta árið, kokkurinn og drengur nr. tvö búnir aðeins fyrr á árinu.

Þetta blogg var nú ekkert sérstaklega skemmtilegt eða neitt, er andlaus og þreytt en nennti ekki að hafa helv... bílveltubloggið endalaust...

Annars er ég bara að bilast á handarveseninu á mér og langar helst að skrúfa hana af bara... Vona þó að úlnliðsfestuaðgerðin beri tilætlaðan árangur; að halda mér í lið og vonandi að ég geti snúið hendinni eins og annað fólk.

Over and out.


Allt í klessu...

Ég veit svosem ekki hvort það er viðeigandi að setja slysasögur inn á bloggið en úr því allt fór vel...

Ég lenti semsagt í þeirri miður skemmtilegu reynslu að velta nýja jeppanum okkar (reyndar '97 módel en nýr í okkar fjölskyldu þó!) með fimm börnum innanborðs og slapp með skitið handleggsbrot! Reyndar var ég illa brotin og vöðvarnir illa marðir og tíminn á bara eftir að leiða það í ljós hvort ég næ upp fullri fyrri getu, en ég segi "skitið handleggsbrot" einfaldlega vegna þess að drengirnir allir, mínir fjórir og lánsdrengurinn, sluppu heilir.

Þegar ég kom heim af spítalanum í gær eftir rúmlega vikudvöl þar, gat ég ekki hætt að horfa á börnin mín. Ég var skotin í þeim fyrir og er sko blússandi ástfangin af þeim núna!

Ég vil hér með koma mínum innilegustu og dýpstu þakkarkveðjum til verndarenglanna okkar; þið unnuð sannarlega ykkar verk með prýði. Takk, takk, takk!

Sömuleiðis vil ég þakka sjúkraflutningamönnunum á Hsu og lögreglunni á Selfossi og læknum, hjúkkum, sjúkraliðum, býtibúrsstelpum og ræstitæknum á Borgarspítalanum fyrir vel unnin störf. 

Munið öll að spenna beltin og keyra varlega, því slysin gera sko ekki boð á undan sér!


Jahérna hér...

Ég verð að játa að ég er forfallinn "Quiz" fíkill. Ef ég sé sniðug quiz einhvers staðar tek ég þau pottþétt... Og það er einmitt það sem ég gerði núna rétt áðan. Afsakið að ég sé að troða þessu upp á ykkur kæru bloggvinir, og það meira að segja tvisvar í röð...

 

Your results:
You are Spider-Man
Spider-Man 75%
Green Lantern 75%
Catwoman 75%
Wonder Woman 70%
Superman 60%
Supergirl 55%
The Flash 55%
Robin 40%
Iron Man 40%
Hulk 30%
Batman 25%
You are intelligent, witty,
a bit geeky and have great
power and responsibility.
Click here to take the Superhero Personality Quiz

Strump er þetta..lalah-la lah lah la.....


"Þetta gæti verið mamma mín!!!"

Ég var á bloggrúntinum og að venju las ég mörg athyglisverð blogg. Sum létu mig brosa út í annað, jafnvel hlægja, önnur komu fram tárunum og svo voru það nokkur sem framkölluðu reiði..

Þetta er bara eins og veðrið! Sífelldar sviptingar!W00t

Nei, án gríns, þetta kom mér til að hugsa um hvað við erum í rauninni lík öllsömul. Í öllum mínum bloggvinum finn ég e-ð sem ég kannast við hjá sjálfri mér. Margir bloggvina minna eru bara betri í því að koma því frá sér á "blað". En nú þekki ég ekki bloggvini mína í hinum raunverulega heimi og þá velti ég fyrir mér hversu margra ég hefði gengið upp til og sagt "Halló, viltu vera vinur minn?", eða yfirhöfuð yrt á. Þetta er það frábæra við þessa bloggheima, maður kynnist fólki (upp að vissu marki, allir hafa sína línu sem þeir vilja ekki hleypa fólki yfir) án þess að hafa fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig viðkomandi "er", byggt á klæðaburði, makeupi, fasi, raddblæ...

Þetta er held ég holl áminning. Öll höfum við sömu tilfinningar, öll getum við hlegið, grátið, argað af reiði, dregið djúpt andann til að finna innri ró... Ef nauðgarar litu á tilvonandi fórnarlamb sitt og hugsuðu sér að þetta gæti verið systir þeirra, mamma, frænka, kærasta þá held ég að nauðgunum myndi fækka. Ef ofbeldismenn hugsuðu sér hvernig þeim liði ef e-r héldi þeim í heljargreipum og berði til óbóta myndi ofbeldisverkum líklega fækka e-ð líka. Auðvitað eru þeir glæpamenn til sem ekki hafa neina samúð með neinum, en mögulega yrði þeim viðbjargað ef þeir bara gætu snúið myndinni við og séð sjálfa sig í spegli. Ef þeir bara gætu...

Eins er það með særandi orð og gjörðir. Gullna reglan á svo vel við í þessu lífi, því miður fara bara svo fáir eftir henni: Komið fram við aðra eins og þið viljið að aðrir komi fram við ykkur!

Já, þetta var pæling dagsins.

Verið góð hvert við annað.


Sunnudagsþunglyndi....

Alveg er þetta sunnudagsþunglyndi óskiljanlegt fyrirbæri.. Hér áður fyrr tengdi maður þetta við misgóðan móral, þynnku og þreytu eftir "skemmtanir" helgarinnar en ekki er þannig ástatt lengur hjá mér að ég sé úti á lífinu allar helgar. Nú fór ég reyndar út með vinkonum mínum á föstudaginn, við höfum ekki farið saman þrjár í áratug eða svo, þannig að ekki þarf ég að hafa mikinn móral yfir því. Ekki var ég heldur á fylleríi, af tveim ástæðum: ég er enn með barn á brjósti og þótt hann sé ekki háður því eingöngu lengur nennti ég ekki að standa í því pumpuveseni sem fylgir áfengisblandaðri mjólk svona daginn eftirSick.. Og hin ástæðan var sú að ég var bílandi vegna þess að ég nennti ekki heldur að gista í bænum og eiga eftir að keyra hingað austur daginn eftirGetLost..

 Í gær fór ég svo með pjakkana í skemmtiferð að gefa öndunum brauð (alltaf jafn vinsælt!Wink) og skoða stóra Íslandskortið í Ráðhúsinu (ekki síður vinsælt!W00t) Svo fengum við okkur góðan kvöldmat með ís í eftirrétt og áttum yfirleitt bara góðan og gleðiríkan dag!

Hér sit ég samt núna, með sunnudagsþunglyndi!!

Hef svosem enga ástæðu til, er búin að sinna mínum verkum hérna heima, setja í þvottavél og uppþvottavél og gefa börnunum að borða og spjalla við þá og allt þetta dagsdaglega. Á morgun hefst EKKI vinnuvika hjá mér (enn í fæðingarorlofi) þótt drengirnir fari í skólann og leikskólann (og ég fæ þ.a.l. meiri ró hérna heima og ætti því að hlakka til mánudaga!)

Nei, það er sama hvernig ég reyni að skilja þessa tilfinningu, ég botna bara ekkert í þessuShocking...


This is my life..

Við sátum hér fyrir framan imbann til að fylgjast með þessu blessaða úrslitakvöldi, poppuðum und alles!

Synir mínir tveir elstu eru forfallnir Júró-aðdáendur og hafa oftar en ekki reynst halda með ákkúrat réttu lögunum í þessum keppnum (þ.e. þeim lögum sem vinna!Wink) Monsan í miðið hefur t.d. haldið mikið með Hóhóhó-laginu og brast hreinlega í grát þegar það vann ekki... Erfitt að vera ekki allsráðandi sexára gutti! Þó örlítil hughreysting í því að það lenti a.m.k. í öðru sæti... Sá elsti hélt að þessu sinni með "rétta" laginu og var að vonum sáttur við niðurstöðurnar í kvöld...

Sá elsti hefur náttúrulega haft áhuga nokkrum árum lengur en Monsinn, enda nokkrum árum eldri, en sú keppni sem hafði mest áhrifavald á Monsann var þegar Lordi bar sigur úr býtum fyrir Finnlands hönd. Þá vonaði hann svo innilega að þeir ynnu að gleðin sem lýsti úr svip hans þá var ólýsanleg!

Ég er nokkuð sátt við úrslitin sjálf, þetta er gott júrópopp!Whistling

Jæja, best að fara bara í bælið, nenni ekki að vera enn einu sinni grútmygluð og þreytt þegar þeir tveir yngri vekja mig í fyrramálið...Sleeping

Knúsist og verið góð!


Gleeeeeeeeeðileeeeeegt áááárrrrrrrrr!!!!!!!!!!!!!!

....já, kannski væri vert að skrifa eins og eina færslu á þessu nýja ári, sem þó er orðið næstum tveggja mánaða.....

Hér á bæ hefur þessi tími runnið saman í eina samfellda veikinda-rok-snjó-óveðurs-og-meiri-veikinda-móðu svo ég er alveg búin að fá nóg!

Var föst heima hjá mér í u.þ.b. þrjár vikur, fyrst með veikt barn, svo innilokuð vegna snjófargs og óveðurs, svo aftur veikt barn(sama barnið aftur), þar næst veikt barn(annað barn í þetta skiptið)...

En nú hlýtur þetta að fara að taka enda. Í dag var ég full vonar, andaði að mér vorilminum sem lá í loftinu, sólin skein, göturnar voru snjólausar og allt var fallegt. Ég þurfti að skreppa í Bónus (var kaffilaus og það gengur bara EKKI!!!Devil) svo ég skellti minnstakút í gallann og út í bíl og við lögðum af stað. Komum inn á Selfoss en þá hreinlega gat ég ekki hugsað mér að troðast í þeirri Bónusverslun þrátt fyrir að það væri bara nýbúið að opna og sjálfsagt lítið af fólki... Þetta var líka ágætis afsökun fyrir að krúsa svoldið á bílnum í þessu blíðskaparveðri...Wink Svo við keyrðum áfram og nutum þess að hlusta á e-r gömul og góð lög í útvarpinu, mikill fílíngur hjá mömmunni og minnstikútur var bara kátur með það! Fórum í Bónus í Hveragerði í staðin. Það var gaman. Ég keypti kaffi, sem var jú tilgangur búðarferðarinnar, og sokka á strákana, og barnamat..

Þegar heim var komið var sá stutti sofnaður og þá fannst mér sniðugt að þrífa bílinn að innan, enda ekki vanþörf á.. Og nú á ég fínan bíl- að innan a.m.k!!

Já, þetta var alveg ágætur dagur. En skjótt skipast veður og allt það. Núna er búið að snjóa svo mikið að ég veit ekki hvort ég komist af bæ á morgun, grrrr...

Vonandi samt...


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband