1.10.2007 | 19:04
Snjáldurmús...
Þegar ég var lítil kallaði mamma mig alltaf snjáldurmúsina sína. Þar sem mér finnast mýs nú bara sætar og hefur alltaf fundist var ég nokkuð ánægð með þetta viðurnefni sem hún gaf mér, sá fyrir mér e-a litla sæta mús.. Man enn eftir sjokkinu sem ég fékk þegar ég sá mynd af þessu dýri í fyrsta skipti! Mér fannst þetta hryllilega ljótt dýr!! Skildi ekkert í henni mömmu, fannst henni ég svona ófríð? (Neinei, ég tók þessu sko ekki svona hart.. Maður verður nú að fá smá skáldaleyfi til að dramatísera frásögnina!) Var að rifja þetta upp og ákvað að Gúgla dýrið. Svona líta þær út þessar elskur:
Verð að segja að þær eru ekki eins ljótar og mig minnti. Eiginlega bara sætar! Svo eru þær skyldar broddgöltum og fá bara plús í kladdann fyrir það því þeir eru svo mikil krútt..
Ef þið viljið lesa meira um snjáldrur getið þið prófað að kíkja hingað: http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3958
Tack og hej í bili.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.9.2007 | 01:24
Óður til hamingjunnar
Eru ekki allir að leita að hamingjunni?
Þegar ég var yngri áttaði ég mig ekki á því að "hamingjan" er ekki ástand sem maður öðlast og heldur um ókomna framtíð. Ég hélt að ef maður fyndi þann rétta hlyti maður að verða hamingjusamur/söm. Eða að þegar maður eignaðist barn. Eða þegar maður...
Ég var að hugsa um hamingjuna í gærkvöldi og rifja upp ýmsar hamingjustundir í lífinu. Ég er nefnilega fyrir löngu búin að komast að því að öll litlu (og sum stór líka) augnablikin þegar allt er e-n vegin fullkomið eru "hamingjan".
Þegar ég fékk drengina í fangið þegar þeir voru nýfæddir. Að sjá þessar verur sem höfðu stækkað og vaxið innan í mér, sem höfðu spriklað og sparkað í bumbunni. Að heilsa þeim í allra fyrsta sinn, augliti til auglits. Yndislegt.
Þegar drengirnir eru að leika sér með bílana sína og tala fyrir alla litlu ímynduðu karlana sem eru að keyra þá. Lágmæltir og algerlega í þessum leikheimi sem er svo tær og hreinn og beinn. Yndislegt.
Þegar drengirnir eru sofnaðir, liggja svo slakir, mjúkir og heitir og búnir að sparka af sér sænginni eins og venjulega. Sakleysið geislar af þeim og andardrátturinn er svo reglulegur. Yndislegt.
Þegar ég ligg í fanginu á manninum uppi í sófa og horfi á varirnar á honum hreyfast þegar hann talar. Heyri hjartað í honum slá og fnn ylinn af líkama hans. Yndislegt.
Þegar það er kyrrt sumarsíðdegi og ég stend við þvottasnúruna með ilmandi, nýþveginn þvottinn og hengi hann upp. Samblönduð lykt af sumri, nýslegnu grasi og hreinum þvottinum. Yndislegt.
Þegar það er frostköld vetrarnótt, stjörnubjart og norðurljós. Tunglið sendir kalda geisla yfir landið og það er svo hljótt, svo hljótt. Yndislegt.
Þegar það kemur frábært lag í útvarpinu ákkúrat þegar ég þarf á því að halda til að hrista við mér. Get dansað eins og vitleysingur og gólað með textanum því það er enginn heima. Yndislegt.
Þessi atriði og fleiri af þessum toga gera það að verkum að ég get haldið áfram í lífsbaráttunni, dag eftir dag, því þau eru svo fyllilega þess virði að bíða eftir þeim. Og ef maður er óþolinmóður og nennir ekki að bíða þá getur maður skapað sína litlu hamingjustund með því að kveikja á kerti, horfa í logann og hugsa um allar þessar hamingjustundir í lífinu, um alla góðu manneskjurnar sem hafa orðið á vegi manns og þær sem eru enn með manni, um allar manneskjurnar sem maður á eftir að hitta og allt sem maður á eftir að upplifa. Það er GOTT að vera til, þrátt fyrir allt harkið í hinum gráa hversdagsleika.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2007 | 15:42
Tímaþjófur!!
Nú settist ég fyrir framan skjáinn þriðja daginn í röð í þeim tilgangi að skrifa stórmerkilega færslu, meistaraverk blogganna, konfekt fyrir hugann en fyrst ætlaði ég "bara aðeins" að skoða blogg hjá mér reyndari bloggurum.. "Bara aðeins" er stórhættulegt! Ég sat sem límd og skoðaði og las og las og skoðaði svo skipti klukkustundum... Það var eins og ég væri dáleidd.. Vissulega las ég margt skemmtilegt og áhugavert, kommenteraði þó lítið því ég var sko "bara aðeins" að líta á þessar færslur allar, tilgangurinn með setjast við skjáinn og fara inn í bloggheiminn var jú að skrifa mína eigin færslu. Sem ég svo gerði ekki. Og nú geri ég það ekki heldur því fyrst vildi ég koma þessu frá mér.
Kæru bloggarar! Ef þið skylduð nú ramba hingað inn á mitt litla svæði fyrir e-a slembilukku, gætuð þið svarað mér hvernig þið hafið tíma til að lesa og kommentera hjá öllum bloggvinunum, skrifa ykkar eigin flottu færslur OG lifað eðlilegu lífi utan tölvuheima?
Svar óskast, mig langar líka að geta lesið, kommenterað, skrifað OG lifað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
16.9.2007 | 02:39
Allt er fertugum fært!
Ég ætlaði alltaf að verða rithöfundur og leikkona þegar ég yrði stór. Það er ennþá stefnan hjá mér, spurningin er bara: hvenær verð ég "stór"?
Þegar ég var tíu ára var ég viss um að þegar ég yrði tvítug yrði ég fullorðin. Svo varð ég tvítug en þessi fullorðinstilfinning lét e-ð bíða eftir sér. Svo þá hélt ég að ég hlyti að vera orðin fullorðin áratugi síðar. Núna er ég komin þangað, þrítug. Skil bara ekkert í því hvað þessar blessuðu "fullorðins"tilfinningar láta bíða eftir sér!
Þegar mamma mín blessunin varð fertug fyrir 22 árum síðan fékk hún bók í afmælisgjöf sem bar heitið "Allt er fertugum fært" og ég man enn eftir þessari bók. Sem krakki á áttunda aldursári fannst mér þetta nú engin tíðindi, mamma var jú fertug og hún gat/kunni/vissi sko allt, en auðvitað var ágætt að vita að til væri bók sem staðfesti þetta fyrir mér.. (Reyndar hef ég aldrei actually LESIÐ þessa blessuðu bók, og skilst að þetta sé e-r grín-bók, but hey, það er aukaatriði..) Þarna var ég semsagt, 7 ára og pollróleg yfir framtíðinni, því hvað sem öðru liði þá væri það að minnsta kosti öruggt að þegar ég yrði fertug væri ég fær í flestan sjó og með allt á hreinu.
Þannig að ég hlakka mikið til þessa komandi áratugar í lífi mínu, nú hlýt ég að fara að sjá ljósið og öðlast æðri skilning á öllum hlutum, því þegar öllu er á botninn hvolft: Allt er fertugum fært!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.11.2006 | 17:48
Blessuð börnin..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)