This is my life..

Við sátum hér fyrir framan imbann til að fylgjast með þessu blessaða úrslitakvöldi, poppuðum und alles!

Synir mínir tveir elstu eru forfallnir Júró-aðdáendur og hafa oftar en ekki reynst halda með ákkúrat réttu lögunum í þessum keppnum (þ.e. þeim lögum sem vinna!Wink) Monsan í miðið hefur t.d. haldið mikið með Hóhóhó-laginu og brast hreinlega í grát þegar það vann ekki... Erfitt að vera ekki allsráðandi sexára gutti! Þó örlítil hughreysting í því að það lenti a.m.k. í öðru sæti... Sá elsti hélt að þessu sinni með "rétta" laginu og var að vonum sáttur við niðurstöðurnar í kvöld...

Sá elsti hefur náttúrulega haft áhuga nokkrum árum lengur en Monsinn, enda nokkrum árum eldri, en sú keppni sem hafði mest áhrifavald á Monsann var þegar Lordi bar sigur úr býtum fyrir Finnlands hönd. Þá vonaði hann svo innilega að þeir ynnu að gleðin sem lýsti úr svip hans þá var ólýsanleg!

Ég er nokkuð sátt við úrslitin sjálf, þetta er gott júrópopp!Whistling

Jæja, best að fara bara í bælið, nenni ekki að vera enn einu sinni grútmygluð og þreytt þegar þeir tveir yngri vekja mig í fyrramálið...Sleeping

Knúsist og verið góð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kannast við þetta
Jóakim grét þegar Jónsi "tapaði" í Eurovision Song contest fyrir nokkrum árum síðan.

Bið að heilsa og Góða Nótt 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.2.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég er mjög sátt við úrslitin, Friðrik Ómar er svo flottur og fjörugur , og Regína Ósk líka . Það er kominn tími á að þau fái loks að spreyta sig úti. Og lagið þeirra var auðvitað flott líka!

Ég hefði líka verið alveg sátt við Magna og Birgittu, eins Davíð Olgeirsson og Ragnheiði, þó mér fyndist sviðsetningin í hennar atriði lummuleg, þá söng hún eins og engill (eins og vanalega), það hefði mátt lappa upp á atriðið ef það hefði farið. Lagið hans dr. Gunna var líka frumlegt og frambærilegt. Hó-hó-hó gerði sig líka, einfaldlega ekki sú tegund af tónlist sem ég held upp á, svo ég var fegin að það sigraði ekki.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.2.2008 kl. 01:29

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er allavega sátt

Jóna Á. Gísladóttir, 25.2.2008 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband