Snjáldurmús...

Þegar ég var lítil kallaði mamma mig alltaf snjáldurmúsina sína. Þar sem mér finnast mýs nú bara sætar og hefur alltaf fundist var ég nokkuð ánægð með þetta viðurnefni sem hún gaf mér, sá fyrir mér e-a litla sæta mús.. Man enn eftir sjokkinu sem ég fékk þegar ég sá mynd af þessu dýri í fyrsta skipti! Mér fannst þetta hryllilega ljótt dýr!! Skildi ekkert í henni mömmu, fannst henni ég svona ófríð?Shocking (Neinei, ég tók þessu sko ekki svona hart.. Maður verður nú að fá smá skáldaleyfi til að dramatísera frásögnina!) Var að rifja þetta upp og ákvað að Gúgla dýrið. Svona líta þær út þessar elskur:

Snjáldurmús

   musaranho2    CryptotisParva

Verð að segja að þær eru ekki eins ljótar og mig minnti. Eiginlega bara sætar! Svo eru þær skyldar broddgöltum og fá bara plús í kladdann fyrir það því þeir eru svo mikil krútt.. Wink

Ef þið viljið lesa meira um snjáldrur getið þið prófað að kíkja hingað: http://www.visindavefur.hi.is/svar.asp?id=3958

 Tack og hej í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ok, nú skil ég... ég sé smá svip  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.10.2007 kl. 19:11

2 Smámynd: Fríða Eyland

Æi hvað þær eru sætar litlu greyin....

Fríða Eyland, 2.10.2007 kl. 17:06

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þær eru svooo sætar

Jónína Dúadóttir, 2.10.2007 kl. 17:08

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

algjör krútt. Þær eru líka svo hrikalega litlar.

Jóna Á. Gísladóttir, 7.10.2007 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband