19.9.2007 | 15:42
Tímaþjófur!!
Nú settist ég fyrir framan skjáinn þriðja daginn í röð í þeim tilgangi að skrifa stórmerkilega færslu, meistaraverk blogganna, konfekt fyrir hugann en fyrst ætlaði ég "bara aðeins" að skoða blogg hjá mér reyndari bloggurum.. "Bara aðeins" er stórhættulegt! Ég sat sem límd og skoðaði og las og las og skoðaði svo skipti klukkustundum... Það var eins og ég væri dáleidd.. Vissulega las ég margt skemmtilegt og áhugavert, kommenteraði þó lítið því ég var sko "bara aðeins" að líta á þessar færslur allar, tilgangurinn með setjast við skjáinn og fara inn í bloggheiminn var jú að skrifa mína eigin færslu. Sem ég svo gerði ekki. Og nú geri ég það ekki heldur því fyrst vildi ég koma þessu frá mér.
Kæru bloggarar! Ef þið skylduð nú ramba hingað inn á mitt litla svæði fyrir e-a slembilukku, gætuð þið svarað mér hvernig þið hafið tíma til að lesa og kommentera hjá öllum bloggvinunum, skrifa ykkar eigin flottu færslur OG lifað eðlilegu lífi utan tölvuheima?
Svar óskast, mig langar líka að geta lesið, kommenterað, skrifað OG lifað!
Athugasemdir
Góður pistill!
Ef mér dettur í hug að "skrifastórmerkilega færslu, meistaraverk blogganna, konfekt fyrir hugann", þá byrja ég á því.
Ég sit ekki límdur fyrir framan tölvuna þegar ég er á bloggflakki. Þegar ég hef tíma sest ég niður og les kannski tvær, þrjár færslur (stundum mikið meira)
Ég er 100% sammála um að bloggið sé tímaþjófur.
Ég heiti Gunnar Eysteinsson og ég er bloggisti...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 05:39
Mér finnst þetta líka góður pistill Ég á ekkert marga bloggvini, það virkar vel fyrir mig, ég hef þá tíma til að sinna þeim. Stundum lít ég á færslur hjá öðrum en þeim, en ekkert oft. Mér finnst ekki bloggið vera tímaþjófur, mér finnst það skemmtilegt. En.... hm..... ég heiti Jónína Dúadóttir og ég er bloggisti
Jónína Dúadóttir, 20.9.2007 kl. 07:54
Málið er að eiga ekki marga bloggvini, það er rétt hjá þér, þetta er tímaþjófur, alger, ef ég væri ekki heimavinnandi þessa dagana væri ég ekki svona mikið hér inni. Gangi þér samt vel. By the way Ég er magga Ö og er bloggisti
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:16
Flottur pistill, ég byrja á að skrifa það sem mér dettur í hug og les svo bloggið hjá hinum, á ekki mjög marga bloggvini en góða svo það virkar fínt! En þessi maskína er mikill tímaþjófur einfaldlega afþví að ég vel að eyða svona miklum tíma fyrir framan hana, Erna heiti ég og er bloggisti
Erna Evudóttir, 20.9.2007 kl. 08:20
Flott færsla. Ef ég les og kvitta á alla mína bloggvini er ég 2-3 tíma í yfirferðinni. Og þá á ég kannski eftir að skrifa eitthvað merkilegt sem mér býr í brjósti. Þetta er full vinna. Ég hinsvegar kíki á félagana 2 á dag snemma á morgnana og svo á meðan það er að mallast í pottunum. En þetta er mikil vinna ef maður er útivinnandi. Svo ég verð að skipta tímanum
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:33
hæ, ég heiti Helga og er bloggisti
Erfitt að viðurkenna....en svona er þetta. Stelst í kaffinu á bloggið, til að lesa hjá öðrum og ef kaffitíminn er búinn, þá blogga ég í matartímanum. Kemur fyrir að matartíminn er búinn þegar ég hef lokið mér af við blogglestur/skrif svo kaffibolli dugir þá bara í það skiptið
Þetta er svoooo mikill tímaþjófur að það hálfa væri nóg.
Helga Linnet, 20.9.2007 kl. 08:54
hæhæ
mikill tímaþjófur jamm! en, það sem ég geri er að ég hef ekki marga bloggvini en ég get yfirleitt lesið öll bloggin og kvittað í um hálftíma, svo hef ég aldrey neitt merkilegt að segja svo bloggið mitt er aldrey langt!
en ég veit hvað þú meinar að vilja skrifa eitthvað merkilegt! mikið vildi ég geta skrifað eins og þú! eða eins og Gunnar helgi!
xx
K
Kristjana Engliráð Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 09:34
Bloggið er svo sannarlega tímaþjófur! Ég kannast alveg við að lesa bara hjá öðrum og hætta við mína eigin færslu, bara afþví að tíminn er búinn. Maður þarf bara að finna sitt eigið jafnvægi á þetta og hafa það eins og maður vill. Annars er þetta líka ávanabindandi held ég.
Bjarndís Helena Mitchell, 20.9.2007 kl. 09:38
Fríða Eyland, 20.9.2007 kl. 10:25
Ég reyni að gefa öllum mínum bloggvinum komment og hef gaman af því en auðvita er þetta tímaþjófur.
Kristín Katla Árnadóttir, 20.9.2007 kl. 11:02
Ég er að eyða svona rúmum klukkutíma í þetta á dag, hef ekki meiri tíma. en ég er fljót að skrifa og er ekkert að útpæla neinar færslur. Ég er bara hérna til að vera með.
Ég kommenta á bloggvini mína og stundum á færslur eins og þessa, en fyrir utan það þá á ég ágætis líf fyrir utan tölvuna. Mér finnst þetta ekki vera neinn tímaþjófur, því að ég ákveð hversu lengi ég ætla að sitja við tölvuna og er að gera helling annað líka á sama tíma. Ég skrifa færslu ef ég ætla það og les svo hjá hinum.
Gangi þér vel í bloggbaráttunni
Guðrún B. (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 11:51
Sæl ! Ég blogga eiginlega bara fyrir sjálfan mig, svona einskonar öryggisventill eða þannig. Mér finnst það hressandi, það bætir og jafnvel kætir, rétt eins og gamla góða íslenska maltölið. Það að blogga er eiginlega ekkert meiri tímaþjófur en maður sjálfur vill. Auðvitað væri nær að setjast niður með góða bók.... ha bíddu? Er bókin ekki bara tímaþjófur fortíðar? Nú það má kannski segja að bloggið hafi bjargað mér úr viðjum sjónvarpsins :) Ok segjum sem svo, ekkert blogg,ekkert sjónvarp engar bækur.... hvað í fjáranum ættum við að gera þá? Tala saman... og hvað? Við vitum öll að eitt leiðir af öðru og eftir hressandi samtal liggur leiðin inn í svefnherbergi.... og ekki nennum við að djöflast þar nótt eftir nótt??? Nei má ég þá biðja um bloggið og kommentakerfin svona inn á milli í það minnsta....
Með bestu kommentakveðjum
G. Norðquist
Danmörku
G. Norðquist (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 14:02
Skemmtilegar athugasemdir, eins konar skriftir. Ég er ný, stútfull af skoðunum og svo á ég gamlar sögur í pokahorninu. Ég á ekki marga bloggvini og finnst það ekki vera aðalmálið. Ég kvitta ekkert endilega undir þó ég lesi, hvorki hjá þeim né öðrum, bara ef ég hef einhverju við að bæta eða finnst bloggið höfða til mín. Ég fer reglulega út að hlaupa og sem í huganum heilu færslurnar og skrifa svo blogg þegar ég hef tíma til, geymi oft færsluna og birti seinna. Stundum skrifa ég um það sem mér dettur í hug þá stundina, stundum skrifa ég ekkert. Þetta er stórskemmtilegt ennþá.
Kristjana Bjarnadóttir, 20.9.2007 kl. 20:58
Það er enginn skyldugur að lesa né kommentera hjá bloggvinum. Ef einhver bloggari fangar hug þinn, þá hefur viðkomandi væntanlega eitthvað fram að færa, sem höfðar til þín. Það er væntanlega hið besta mál. Bloggið tekur stundum hug manns í byrjun, svo jafnar það sig.
Ef þú átt mikinn tíma liggjandi á glámbekk, er eðlilegt að honum sé stolið. Finnst þú taka þessu heldur hátíðlega, nema að þú sért að skensa smá...
Vertu húsbóndi drauma þinna. Láttu draumana ekki verða þína húsbændur, því Þá muntu lifa sem þræll.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2007 kl. 00:41
P.s. Hvaðan kemur þér sú hugmynd að bloggarar lifi eðlilegu lífi utan tölvuheima?
Jón Steinar Ragnarsson, 21.9.2007 kl. 00:45
Já sko.. vaka þar til seint.. sofa of lítið ..vanrækja allt annað.. nei nei smá grín ..ég sko bý í sveitinni.. ekkert gsm samband ..langt í vinina.. engin bíóhús.. engin videóleiga.. engin sjoppa.. sko ég hef bara alveg fullt af tíma fyrir þetta Bestu kveðjur
Ragna bloggisti (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 03:30
Vá! Þakka ykkur öllum kærlega fyrir kommentin, gaman að lesa þau Ég var "dugleg" í gær og kveikti ekkert á tölvunni svo ég ákvað að líta aðeins hingað inn núna, hélt ég væri kannski búin að fá svona eins og eitt eða jafnvel tvö komment...
Nú hef ég e-u úr að moða og get stuðst við ykkar ráð!
Takktakk
Sigríður Hafsteinsdóttir, 21.9.2007 kl. 11:03
Nú ert þú bráðum bloggisti ... Mhuhahahahaha
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 17:38
Hæ! Ég heiti Solla Guðjóns.
Þarna þekkti ég sjálfa mig Ég er ekki enn búin að koma neinni af mínum snilldarfærslum að.....því ég kíki alltaf á bloggvinina sem eru orðnir margir og má ég ekki missa einn einasta.. yfir höfuð kommenta ég hjá öllum eða set eitthvað úr snjáldurmúsinni sem innlitskvitt...
Svo er einn í alveg sérstöku upp á haldi hjá mér.Ég geimi mér hann þar til ég hef góðan tíma til að les'ann....ég kommenta aldrei hjá honum...hann heitir Jón Steinar....
Sumum hef ég alls ekki við og næ ekki að kíkja á allar færslur..sérstakleg þegar tölvan eða netið er í óstuði.
En það er ýmislegt sem situr á hakanum á tíma bili var ég farinn að að elda bara eitthvað sem hægt var að henda inn í örbiljuna.....uppgötvaði svo að ég missti alltaf orðið af sjónvarpsfréttum......og eh uh humm klukkan var örðin ansi margt oft þegar sviðinn í ferköntuðum augunum sagði í bólið kelling.
Flott færsla hjá þér og já ég veit ég er að blogga hjá þér en þetta var það sem ég vildi segja.....
Solla Guðjóns, 22.9.2007 kl. 15:26
leiðrétting...átti nú vera úr tilfinningatáknunum en ekki "úr snjáldurmúsinni" sem er þó gott nafn á tilfinningatáknin
Solla Guðjóns, 22.9.2007 kl. 16:11
Áður en ég fór að blogga sjálfur fór ég svona "blogg-hring", las misgóðar og hálf kjánalegar færslur hjá hinum og þessum. Ég veit að ég er ekki fullkominn sjálfur og leitast ekki við að skrifa þessa "fullkomnu færslu" í hvert skipti. Það sést líka á blogginu mínu. En ég skrifa um það sem liggur á mér í hvert skipti, hvort sem það eru fréttir eða aðstæður sem ég lendi í.
Varðandi commentin, þá "kvitta" ég ekki eins oft og ég vildi því eins og þú veist þá gæti það tekið óratíma og maður er endalaust að finna það "rétta að segja"
Fulltrúi fólksins, 23.9.2007 kl. 02:37
Eva Engblom (kona Gunnars): Ég vildi bara segja það að Gunnar var að ljúga í fyrstu athugasemdinni
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.9.2007 kl. 18:08
Hahaha!! Ég var svo hissa á því hvað margir voru búnir að kommentera hjá mér en komst svo að því að ég er með PR manneskju án þess að ég vissi það sjálf!
Takk Gunnar
Sigríður Hafsteinsdóttir, 24.9.2007 kl. 02:32
hæ ég heiti Jóna og ég er bloggisti. ég vinn fullan vinnudag og er svo mikið til bundin heima út af stráknum mínum sem er einhverfur. Bloggið hefur komið í staðin fyrir sjónvarpsgláp hjá mér og eftir að ég eignaðist fartölvuna mína get ég gert bæði í einu . Ég þríf helst ekki sjálf heima hjá mér svo ég lít svo á að bloggið sé ekki tímaþjófur heldur gefur mér mikið. Varðandi bloggvinina þá var ég mjög dugleg áður að fara fullan hring á hverjum degi og ég er mjög dugleg að kommenta. En svo hefur þetta undið upp á sig og bloggvinirnir eru orðnir of margir til að ég nái að lesa hjá þeim öllum. Tekur mig einhverja daga að fara einn hring, því auðvitað hefur maður ekki endalausan tíma.
Annars held ég að við séum andlega skyldar, ég og þú. Ég ætlaði líka að verða leikkona og rithöfundur þegar ég yrði stór. Nú er ég loksins stór, orðin 39 ára, og ætla mér að verða rithöfundur.
Jóna Á. Gísladóttir, 1.10.2007 kl. 08:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.