Þá og nú...

Var að horfa á veðurfréttirnar. Alltaf sama veðrið svosem, þannig séð.. En mér varð allt í einu hugsað til þess þegar að veðurfræðingarnir höfðu sjálfir teiknað sól og ský og aðrar krúsídúllur á veðurkortin. Þá var enginn bláskjár fyrir aftan þá, bara bent með priki: hæð hér, lægð þar, rigning og rok allsstaðar..

Þá var líka bara ein sjónvarpsstöð, ekkert sjónvarp á fimmtudögum og engar útsendingar í júlí.. (Eða var það júní?)

Skömmu seinna kom stöð tvö, samkeppni og allt það. Þá fór nú ruv að neyðast til að hafa útsendingar allan ársins hring, meira að segja á fimmtudögum. Reyndar hefur aldrei verið keypt áskrift að stöð tvö á mínum heimilum, mömmu og pabba fannst það bara vitleysa og ég er sömu skoðunar núna á fullorðinsárum.

En þegar stöð tvö var að byrja sýndi hún oft Granna ótruflaða um eftirmiðdaginn og mér og vinkonu minni fannst það frekar spennandi. Þá fórum við gjarnan heim til mín og bökuðum skúffuköku, skrifuðum nöfnin okkar í deigið í skúffunni og sleiktum fingurna, átum svo volga skúffukökuna, drukkum kalda mjólk og horfðum á Granna.. Andvarp... Those were the days!Joyful

Núna er þvílík ofgnótt af stöðvum, það er bara að velja hvaða áskrift þú vilt kaupa þér. Hallærisleg eins og ég er er enn bara ruv (og reyndar skjárinn, jú) í boði hér á heimilinu.

Var þetta nokkuð svo vitlaus hugmynd? Að hafa "sjónvarpsfrí" á fimmtudögum? Maður ætti kannski að taka það til athugunar, en ekki fyrr en þessi þáttur er búinn, eða næsti kannski...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er bloggfrí á Fimmtudögum

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.10.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband