Allt er fertugum fært!

Ég ætlaði alltaf að verða rithöfundur og leikkona þegar ég yrði stór. Það er ennþá stefnan hjá mér, spurningin er bara: hvenær verð ég "stór"?

Þegar ég var tíu ára var ég viss um að þegar ég yrði tvítug yrði ég fullorðin. Svo varð ég tvítug en þessi fullorðinstilfinning lét e-ð bíða eftir sér. Svo þá hélt ég að ég hlyti að vera orðin fullorðin áratugi síðar. Núna er ég komin þangað, þrítug. Skil bara ekkert í því hvað þessar blessuðu "fullorðins"tilfinningar láta bíða eftir sér!Shocking 

Þegar mamma mín blessunin varð fertug fyrir 22 árum síðan fékk hún bók í afmælisgjöf sem bar heitið "Allt er fertugum fært" og ég man enn eftir þessari bók. Sem krakki á áttunda aldursári fannst mér þetta nú engin tíðindi, mamma var jú fertug og hún gat/kunni/vissi sko allt, en auðvitað var ágætt að vita að til væri bók sem staðfesti þetta fyrir mér.. (Reyndar hef ég aldrei actually LESIÐ þessa blessuðu bók, og skilst að þetta sé e-r grín-bók, but hey, það er aukaatriðiCool..) Þarna var ég semsagt, 7 ára og pollróleg yfir framtíðinni, því hvað sem öðru liði þá væri það að minnsta kosti öruggt að þegar ég yrði fertug væri ég fær í flestan sjó og með allt á hreinu.

Þannig að ég hlakka mikið til þessa komandi áratugar í lífi mínu, nú hlýt ég að fara að sjá ljósið og öðlast æðri skilning á öllum hlutum, því þegar öllu er á botninn hvolft: Allt er fertugum fært!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ástæðan fyrir að þú ert kannski ekki orðin það sem þú ætlaðir, felst kannski í upphaflegu staðhæfingunni: "Ætla þegar".   Þannig er hægt að slá lífi sínu endalaust á frest. Þetta gildir með ansi margt í lífi okkar og væntingum til þess.  Ætlum alttaf að gera það sem er skemmtilegt og maður þráir þegar það verður tími og þegar róast um. Það augnablik kemur sennilega aldrei.

Því segi ég: Fáðu þér stílabók kelling og byrjaðu.

Bloggið er ágætis æfing. Æskuminningar...þetta er ég búinn að vera að gera undanfarna mánuði og vex móður með hverri færslu, þótt ekki séu allar endilega ævisögulegar.

Good luck.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.9.2007 kl. 04:25

2 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Takk fyrir þetta Jón Steinar! Annars var ég alltaf með stílabókina á lofti hér í þá "gömlu góðu" en e-n veginn hafa skrifin dottið uppfyrir í takt við aukinn barnafjölda og annir.. Þess vegna ákvað ég einmitt að spreyta mig í bloggheimum núna þegar ég er í fæðingarorlofi og ath hvernig það gengur

Sigríður Hafsteinsdóttir, 16.9.2007 kl. 05:26

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk fyrir þessu fallegu orð.

PS. Það er ekkert varið í að vera fullorðin... hef ég heyrt.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.9.2007 kl. 09:43

4 Smámynd: Fríða Eyland


Fríða Eyland, 21.9.2007 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband