"Þetta gæti verið mamma mín!!!"

Ég var á bloggrúntinum og að venju las ég mörg athyglisverð blogg. Sum létu mig brosa út í annað, jafnvel hlægja, önnur komu fram tárunum og svo voru það nokkur sem framkölluðu reiði..

Þetta er bara eins og veðrið! Sífelldar sviptingar!W00t

Nei, án gríns, þetta kom mér til að hugsa um hvað við erum í rauninni lík öllsömul. Í öllum mínum bloggvinum finn ég e-ð sem ég kannast við hjá sjálfri mér. Margir bloggvina minna eru bara betri í því að koma því frá sér á "blað". En nú þekki ég ekki bloggvini mína í hinum raunverulega heimi og þá velti ég fyrir mér hversu margra ég hefði gengið upp til og sagt "Halló, viltu vera vinur minn?", eða yfirhöfuð yrt á. Þetta er það frábæra við þessa bloggheima, maður kynnist fólki (upp að vissu marki, allir hafa sína línu sem þeir vilja ekki hleypa fólki yfir) án þess að hafa fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hvernig viðkomandi "er", byggt á klæðaburði, makeupi, fasi, raddblæ...

Þetta er held ég holl áminning. Öll höfum við sömu tilfinningar, öll getum við hlegið, grátið, argað af reiði, dregið djúpt andann til að finna innri ró... Ef nauðgarar litu á tilvonandi fórnarlamb sitt og hugsuðu sér að þetta gæti verið systir þeirra, mamma, frænka, kærasta þá held ég að nauðgunum myndi fækka. Ef ofbeldismenn hugsuðu sér hvernig þeim liði ef e-r héldi þeim í heljargreipum og berði til óbóta myndi ofbeldisverkum líklega fækka e-ð líka. Auðvitað eru þeir glæpamenn til sem ekki hafa neina samúð með neinum, en mögulega yrði þeim viðbjargað ef þeir bara gætu snúið myndinni við og séð sjálfa sig í spegli. Ef þeir bara gætu...

Eins er það með særandi orð og gjörðir. Gullna reglan á svo vel við í þessu lífi, því miður fara bara svo fáir eftir henni: Komið fram við aðra eins og þið viljið að aðrir komi fram við ykkur!

Já, þetta var pæling dagsins.

Verið góð hvert við annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: M

Góð pæling

M, 4.3.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Skynsamleg orð hjá þér.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 4.3.2008 kl. 12:17

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

SIGGA!! Ég sé þig núna í nýju ljósi

Þetta er frábær pistill og það er mikið til í honum...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.3.2008 kl. 12:20

4 Smámynd: Kreppumaður

Skemmtileg pæling.  Ég hef einmitt velt svipuðum hlutum fyrir mér marg oft.  Við höfum öll sömu þrá til að tjá svipaða hluti.

Kreppumaður, 4.3.2008 kl. 15:17

5 identicon

Góð færsla

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:43

6 Smámynd: Brattur

Komið fram við aðra eins og þið viljið að aðrir komi fram við ykkur!...

Þetta er einmitt kjarni málsins... en alltof fáir sem hugsa þannig...

Í bloggheimum er ýmislegt í gangi... eins og þú segir gaman og alvara... ég hef farið þá leiðina að "skálda" ýmislegt á síðuna mína... og er ekki alltaf alvarlegur...

Brattur, 5.3.2008 kl. 22:16

7 Smámynd: Ólafur fannberg

góð færsla góð pæling

Ólafur fannberg, 5.3.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband