Allt í klessu...

Ég veit svosem ekki hvort það er viðeigandi að setja slysasögur inn á bloggið en úr því allt fór vel...

Ég lenti semsagt í þeirri miður skemmtilegu reynslu að velta nýja jeppanum okkar (reyndar '97 módel en nýr í okkar fjölskyldu þó!) með fimm börnum innanborðs og slapp með skitið handleggsbrot! Reyndar var ég illa brotin og vöðvarnir illa marðir og tíminn á bara eftir að leiða það í ljós hvort ég næ upp fullri fyrri getu, en ég segi "skitið handleggsbrot" einfaldlega vegna þess að drengirnir allir, mínir fjórir og lánsdrengurinn, sluppu heilir.

Þegar ég kom heim af spítalanum í gær eftir rúmlega vikudvöl þar, gat ég ekki hætt að horfa á börnin mín. Ég var skotin í þeim fyrir og er sko blússandi ástfangin af þeim núna!

Ég vil hér með koma mínum innilegustu og dýpstu þakkarkveðjum til verndarenglanna okkar; þið unnuð sannarlega ykkar verk með prýði. Takk, takk, takk!

Sömuleiðis vil ég þakka sjúkraflutningamönnunum á Hsu og lögreglunni á Selfossi og læknum, hjúkkum, sjúkraliðum, býtibúrsstelpum og ræstitæknum á Borgarspítalanum fyrir vel unnin störf. 

Munið öll að spenna beltin og keyra varlega, því slysin gera sko ekki boð á undan sér!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan bata.Gott að ekki fór verr

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Takk.

Sigríður Hafsteinsdóttir, 4.5.2008 kl. 13:56

3 Smámynd: Brattur

... já, ég segi sömuleiðis góðan bata... mikið svaklega var gott það þið slösuðust ekki meira... þó handleggsbrot sé aldrei gott... þá held ég það hljóti að vera betra en orð fái lýst að horfa á drengina sína heila á húfi eftir svona lífsreynslu.

Brattur, 5.5.2008 kl. 19:18

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Guð sé lof að það fór ekki ver...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband